Innlent

Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa

Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja.

„Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp.

Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg.

Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn.

Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman.

„Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“

Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar.

„Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta.

Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×