Leicester setti pressu á Man. Utd - Walcott gerði stöðu Villa erfiðari

Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn Aston Villa í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn Aston Villa í kvöld. VÍSIR/GETTY

Everton og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Villa er því þremur stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Ezri Konsa kom Villa yfir á 72. mínútu. Skömmu síðar komu Gylfi Þór Sigurðsson og Moise Kean inn á sem varamenn hjá Everton og liðið lék betur á lokakafla leiksins. Þriðji varamaðurinn, Theo Walcott, jafnaði metin á 88. mínútu eftir undirbúning André Gomes og þar við sat.

Villa er í 19. sæti með 31 stig, þremur stigum á eftir West Ham og Watford sem eru fyrir ofan fallsætin og eiga leik til góða. Villa á eftir leiki við Arsenal og svo West Ham í lokaumferðinni.

Everton er í 11. sæti með 46 stig og hefur að litlu að keppa það sem eftir er leiktíðar.

Leicester styrkti stöðu sína

Leicester vann 2-0 sigur á Sheffield United og styrkti stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Leicester er með 62 stig í 4. sæti og á tvo leiki eftir en Manchester United er í 5. sæti með 59 stig og á þrjá leiki eftir. United leikur gegn Crystal Palace í kvöld. Leicester og United mætast í lokaumferðinni. Ayoze og Demarai Gray skoruðu mörk Leicester í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira