Sport

Conor fagnaði af­mælinu með tæp­lega 90 milljóna króna úri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor rétt áður en hann hætti að berjast.
Conor McGregor rétt áður en hann hætti að berjast. vísir/getty

Conor McGregor, fyrrum bardagakappi, fagnaði 32 ára afmæli sínu í fyrradag en peningar eru ekki vandamál hjá Íranum og það sást á afmælisdeginum.

Conor tilkynnti í maí að hann væri hættur í enn eitt skiptið í maí og hefur hann verið að njóta lífsins í frönsku ríverunni með maka sínum, Dee Devlin.

Írinn hefur verið duglegur að skarta ansi glæsilegum úrum í gegnum tíðina og nýjasta úrið hans er af „Astomonia Casino“ gerðinni, gerð af framleiðandum Jakobi og co.

Á nýjustu Instagram-mynd sinni þá sést hann með úrið á hendinni en þetta úr kostar 500 þúsund pund. Það jafngildir tæplega 90 milljónum króna.

Talið var að úrasafn Conors hafi fyrir kostað um 700 þúsund pund.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.