Lífið

Bíll varð fyrir ráðherra

Andri Eysteinsson skrifar
Guðlaugur og hundurinn Máni
Guðlaugur og hundurinn Máni Facebook/Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skartar nú myndarlegum plástri á nefinu eftir óhapp sem henti hann í dag.

Guðlaugur deildi í dag mynd með Facebook-vinum sínum þar sem hann sést halda á hundinum Mána og skrifar ráðherrann við myndina. „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl.“

Í samtali við Fréttablaðið segir Guðlaugur að ekki skuli hafa áhyggjur af honum eftir óhappið. 

Nefið sé óbrotið en skurður sé á því. Meiðslin hlaut Guðlaugur eftir að hafa gengið á pall vinnubíls síns þegar hann var með hugann við kort, með mynd af börnum hans, sem hann hafði fundið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.