Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max-kvenna, sænski kvenna­boltinn og Cristiano Ron­aldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkisstúlkur fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Fylkisstúlkur fagna marki fyrr á leiktíðinni. vísir/daníel.

Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag. Ein frá Íslandi, ein frá Svíþjóð og ein frá Ítalíu.

Dagurinn hefst með leik Uppsala og Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna. Uppsala er í 7. sætinu með fjögur stig en þrjá leiki en Umeå með eitt stig.

Klukkan 19.15 er svo flautað til leiks á Origo-vellinum þar sem Valur og Fylkir mætast. Valur er á toppnum með fimm sigra í fimm leikjum en Fylkir er með sex stig eftir þrjá leiki.

Síðasta beina útsending dagsins er svo frá Ítalíu þar sem ítölsku meistararnir í Juventus heimsækja Sassuolo. Juventus er með átta stiga forskot á toppnum er sex umferðir eru eftir.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.