Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max-kvenna, sænski kvenna­boltinn og Cristiano Ron­aldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkisstúlkur fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Fylkisstúlkur fagna marki fyrr á leiktíðinni. vísir/daníel.

Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag. Ein frá Íslandi, ein frá Svíþjóð og ein frá Ítalíu.

Dagurinn hefst með leik Uppsala og Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna. Uppsala er í 7. sætinu með fjögur stig en þrjá leiki en Umeå með eitt stig.

Klukkan 19.15 er svo flautað til leiks á Origo-vellinum þar sem Valur og Fylkir mætast. Valur er á toppnum með fimm sigra í fimm leikjum en Fylkir er með sex stig eftir þrjá leiki.

Síðasta beina útsending dagsins er svo frá Ítalíu þar sem ítölsku meistararnir í Juventus heimsækja Sassuolo. Juventus er með átta stiga forskot á toppnum er sex umferðir eru eftir.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.