Fjallvegir opna hver af öðrum Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 16:56 Færðin á öllu landinu. vegagerðin Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum. Samgöngur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum.
Samgöngur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent