Innlent

Tveir greindust við landamærin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls voru tekin 1.265 sýni á landamærum Íslands.
Alls voru tekin 1.265 sýni á landamærum Íslands. Vísir/Vilhelm

Tveir greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring, og bíða báðir eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Innanlandssmitum hér á landi hefur ekki fjölgað síðan 2. júlí.

Átján eru nú í einangrun og fjölgar um einn síðan í gær. Þá fækkar verulega í sóttkví milli daga; í sóttkví eru nú 82 en voru í gær 139. Staðfest smit frá upphafi faraldur hér á landi eru nú 1.888 og hefur 1.860 batnað.

Alls voru tekin 1.256 sýni á landamærunum, 195 á veirufræðideild Landspítalans, og 16 hjá Íslenskri erfðagreiningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×