Innlent

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jörð skelfur enn í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.
Jörð skelfur enn í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.

Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Veðurstofunni hefur borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ.

Þetta er stærsti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu síða 13. júní síðastliðinn en þá mældist skjálfti upp á þrjá komma fimm á svipuðum slóðum.

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu undanfarna mánuði í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×