Innlent

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jörð skelfur enn í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.
Jörð skelfur enn í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.

Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Veðurstofunni hefur borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ.

Þetta er stærsti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu síða 13. júní síðastliðinn en þá mældist skjálfti upp á þrjá komma fimm á svipuðum slóðum.

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu undanfarna mánuði í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.