Enski boltinn

Jóhann Berg gæti leikið fyrsta deildarleikinn frá því á nýársdag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley frá því í byrjun janúar.
Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley frá því í byrjun janúar. getty/Anthony Devlin

Jóhann Berg Guðmundsson gæti snúið aftur á völlinn á sunnudaginn þegar Burnley tekur á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg hefur ekkert spilað með Burnley síðan í 4-2 sigri á Peterborough United í ensku bikarkeppninni 4. janúar síðastliðinn vegna meiðsla. Síðasti leikur íslenska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni var gegn Aston Villa á nýársdag.

Á blaðamannafundi í dag sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, að Jóhann Berg gæti tekið þátt í leiknum gegn Sheffield United.

Þrátt fyrir að fjölmargir leikmenn séu frá vegna meiðsla hjá Burnley hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Jóhann Berg hefur aðeins leikið sjö deildarleiki með Burnley á þessu tímabili. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016. Jóhann Berg á eitt ár eftir af samningi sínum við Burnley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.