Lífið

Tryllt myndband þar sem nemendur dansa inn í sumarið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Nemendur dansskólans Steps Dancecenter dansa inn í sumarið við lagið Vorið eftir söngkonuna GDRN.
Nemendur dansskólans Steps Dancecenter dansa inn í sumarið við lagið Vorið eftir söngkonuna GDRN. Skjáskot

Dansnemendur í dansskólanum Steps Dancecenter á Akureyri gáfu nýverið út dansmyndband við lagið Vorið, eftir tónlistarkonuna GDRN. Í þessu myndbandi má sjá 23 nemendur skólans sem eru á aldrinum 15-23 ára.

Danshöfundur og kennari er Linda Ósk Valdimarsdóttir og er myndabandið tekið upp á Akureyri.

„Við ákváðum að gefa út myndband til að sýna afrakstur vinnunnar sem nemendur okkar hafa unnið meðfram samkomubanninu og núna eftir það. Útkoman varð svo þessi skemmtilega sumargleði," segir Linda.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. 

Klippa: Dansmyndband frá Steps Dancecenter


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.