Veður

Víða bjart­viðri á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgunsárið.
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgunsárið. Veðurstofan

Útlit er fyrir fremur hæga norðanátt, þó að suðvestantil megi reikna með vestan 5 til 10 metrum síðdegis. Víða verður bjartviðri, þó hlé kunni að verða þar á í síðdegisskúrum, helst um landið sunnanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun þykkni heldur upp sunnan- og suðaustanlands.

„Vindur verður áfram víða hægur og nokkuð hlýtt í veðri, en heldur svalt um austanvert landið. Búast má við austlægari áttum eftir því sem líður á vikuna. Við það lækkar hiti víða og líkur aukast á vætu, einkum syðst á landinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en austan 8-13 með austanverðri suðurströndinni. Bjart með köflum, en skúrir suðvestantil seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum á annesjum norðaustantil, að 18 stigum í innsveitum á Suðvesturlandi.

Á föstudag: Austlæg átt og bjart með köflum, en víða skýjað og úrkomulítið við ströndina sunnan- og austanverða. Hiti 8 til 15 stig.

Á laugardag: Áfram austlæg átt. Skýjað með köflum og líkur á rigningu sunnanlands. Heldur kólnandi.

Á sunnudag: Norðlæg átt og skýjað, en bjart með köflum sunnan heiða. Dálítil væta og kólnar í veðri norðanlands.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir kólnandi veður í norðanátt með rigningu norðan heiða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.