Lífið

Jenna Marbles biðst afsökunar og hættir á YouTube

Andri Eysteinsson skrifar
Jenna Marbles sýnir hér myndbandið sem hún sér eftir að hafa gert.
Jenna Marbles sýnir hér myndbandið sem hún sér eftir að hafa gert. Skjáskot/YouTube

Jenna Marbles, ein af fyrstu samfélagsmiðlastjörnunum, sem var einnig ein þeirra fyrstu til að afla sér vinsælda með vídeóbloggi á YouTube hefur beðist afsökunar á efni sem hún hefur gefið út í gegnum árana rás og segist vera hætt. 

Marbles, sem hefur sankað að sér yfir 20 milljón áskrifendum og yfir 3 milljörðum áhorfa, baðst afsökunar á myndböndum sem sýndu hana herma eftir Nicki Minaj með notkun blackface-gervis, fyrir að hafa rappað lag sem sem einkenndist af kynþáttafordómum og stundað drusluskömm í myndböndum sínum. Marbles birti afsökunarbeiðni sína í ellefu mínútna löngu myndbandi á rás sinni í dag.

Jenna Marbles ræddi þá staðreyndina að hún hafi tekið fjölda myndbanda úr birtingu. „Ég hef klárlega gert hluti sem voru ekki frábærir. Ég er ekki gallalaus en ég hef gert mitt besta til þess að þroskast,“ sagði Marbles.

Um Blackface-myndbandið sagði Marbles óska þess að það hafi ekki gerst. „Ég verð að axla ábyrgð á þessari rás. Þetta er sárt, ég skammast mín fyrir hluti sem ég hef sagt og gert í fortíðinni en þetta er mikilvægt,“ sagði Marbles eftir að hafa greint frá því að hún væri hætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×