Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:22 Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“ Icelandair Kjaramál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“
Icelandair Kjaramál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira