Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2020 14:00 Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag. Vísir/Vilhelm Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum. HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum.
HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16
HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37