Innlent

Árekstur við Garðatorg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins við Garðatorg. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru sendir á slysstað.
Frá vettvangi slyssins við Garðatorg. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru sendir á slysstað. vísir/vilhelm

Árekstur bifhjóls og fólksbíls varð í grennd við Garðatorg í Garðabæ nú skömmu fyrir hádegi. Einhverjar skemmdir urðu á báðum ökutækjum og var pilturinn sem ók bifhjólinu fluttur af vettvangi í sjúkrabíl, að sögn ljósmyndara Vísis á slysstað.

Hann virtist þó ekki mikið slasaður og gekk sjálfur frá hjólinu og upp í sjúkrabílinn. Þannig virðist um minniháttar slys að ræða. Engar upplýsingar fengust um óhappið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×