Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:00 Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn. Hópurinn á bakvið verkefnið ætlar að skoða heilt tonn af textíl sem Íslendingar hafa gefið í Rauða krossinn. „Þetta verður blanda af rannsóknarstofu, listastúdíói og flokkunarstöð,“ segir Berglind Ósk Hlynsdóttir ein af talskonum sýningarinnar í samtali við Vísi. Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar? „Við erum núna á fullu að flokka og erum búnar að litaflokka tonnið og erum að taka hvern lit fyrir sig. Við ætlum að greina hvað fólk er að gefa í Rauða krossinum og skoða hvaða efni eru í þessu.“ Hópurinn ætlar að skoða hvernig textíl Íslendingar gefa í Rauða krossinn og hvaðan hann kemur, hvernig aðstæður þar eru og svo framvegis.Mynd/Flokk till you drop Meðal annars ætlar hópurinn að skipta þessu upp eftir því hvort þetta sé föt fyrir karla, konur, börn eða textíll fyrir heimilið. „Við skoðum líka hvar eru þau gerð. Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ útskýrir Berglind. „Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar þar, þetta verður greint í þaula.“ Gera eitthvað fallegt úr ónýtum textíl Rauði krossinn lánaði hópnum textílinn og eftir að sýningunni lýkur fær hann að nota ónýtan textíl sem ekki er hægt að selja. Fólk gefur nefnilega líka ónothæfan textíl í söfnunargáma Rauða krossins. „Þá fáum við að gera eitthvað nýtt og fallegt úr því.“ Berglind ÓskVísir/Vilhelm Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram og á Facebook. Á meðan sýningunni stendur er einnig hægt að sjá hópinn að störfum í Hönnunarsafni Íslands á milli 12 og 17. Aðilar sem verða þar við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar má finna á síðu viðburðarins. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn. Hópurinn á bakvið verkefnið ætlar að skoða heilt tonn af textíl sem Íslendingar hafa gefið í Rauða krossinn. „Þetta verður blanda af rannsóknarstofu, listastúdíói og flokkunarstöð,“ segir Berglind Ósk Hlynsdóttir ein af talskonum sýningarinnar í samtali við Vísi. Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar? „Við erum núna á fullu að flokka og erum búnar að litaflokka tonnið og erum að taka hvern lit fyrir sig. Við ætlum að greina hvað fólk er að gefa í Rauða krossinum og skoða hvaða efni eru í þessu.“ Hópurinn ætlar að skoða hvernig textíl Íslendingar gefa í Rauða krossinn og hvaðan hann kemur, hvernig aðstæður þar eru og svo framvegis.Mynd/Flokk till you drop Meðal annars ætlar hópurinn að skipta þessu upp eftir því hvort þetta sé föt fyrir karla, konur, börn eða textíll fyrir heimilið. „Við skoðum líka hvar eru þau gerð. Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ útskýrir Berglind. „Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar þar, þetta verður greint í þaula.“ Gera eitthvað fallegt úr ónýtum textíl Rauði krossinn lánaði hópnum textílinn og eftir að sýningunni lýkur fær hann að nota ónýtan textíl sem ekki er hægt að selja. Fólk gefur nefnilega líka ónothæfan textíl í söfnunargáma Rauða krossins. „Þá fáum við að gera eitthvað nýtt og fallegt úr því.“ Berglind ÓskVísir/Vilhelm Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram og á Facebook. Á meðan sýningunni stendur er einnig hægt að sjá hópinn að störfum í Hönnunarsafni Íslands á milli 12 og 17. Aðilar sem verða þar við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar má finna á síðu viðburðarins. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03
Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30
Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00