Sport

Dag­skráin í dag: Mjólkur­bikars tví­höfði, Pepsi Max-kvenna og Spánar­spark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar í leik gegn Leganes á dögunum. Messi og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.
Messi fagnar í leik gegn Leganes á dögunum. Messi og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. vísir/getty

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en íslenski fótboltinn er byrjaður að rúlla eins og margar aðrar deildir eftir rúmt þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar.

Á Stöð 2 Sport í dag má finna beina útsendingu frá leik Fylkis og Þróttar. Fylkir hefur gert góða hluti í upphafi móts; unnið tvo fyrstu leikina. Þróttur hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjunum en það naumlega gegn Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Stöð 2 Sport 2

Spænski boltinn heldur áfram að rúlla. Barcelona er tveimur stigum á eftir Real Madrid eftir jafnteflið gegn Sevilla um helgina og þeir fá Athletic Bilbao í heimsókn klukkan 20.00 í kvöld. Einnig er leikur Levante og Atletico Madrid sýndur. Atletico í 4. sætinu en Levante í 11. sæti.

Stöð 2 Sport 3

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara af stað í kvöld og það verður tvíhöfði á Stöð 2 Sport 3. Veislan hefst klukkan 18.00 er Lengjudeildarlið Fram mætir 2. deildarliði ÍR. Síðari leikurinn er svo Pepsi Max-deildarlið Gróttu gegn Hetti/Huginn sem leikur í 3. deildinni.

Alla dagskrá dagsins ásamt dagskránni á Stöð 2 eSport og Stöð 2 Golf má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×