Innlent

Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í daginn.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í daginn. Vísir/Vilhelm

Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir munu vinna áfram sitt í hvoru lagi og halda viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið.

Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og var hlé gert á viðræðum klukkan korter yfir fjögur. Ríkissáttasemjari fól samninganefndum ákveðin verkefni sem unnið er að fram að næsta sameiginlega fundi. 

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjar segir viðræður flóknar en að virkt samtal sé í gangi á milli samninganefnda.

Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa.

Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga.


Tengdar fréttir

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.

Undir­búningur verk­falls hjúkrunar­fræðinga á loka­stigi

Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×