Lífið

Líka hægt að ferðast innanlands til Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Borgarferð til Reykjavíkur ætti ekki að svíkja neinn.
Borgarferð til Reykjavíkur ætti ekki að svíkja neinn.

Hvert getum við ferðast innanlands í sumar? Þetta er spurning sem margir Íslendingar eru að velta fyrir sér í dag.

Nú er farin af stað herferðin Sumarborgin Reykjavík sem sýnir okkur að við getum ferðast í borginni og upplifað ævintýri.

Vala Matt fór í leiðangur í miðborgina í Íslandi í dag á Stöð 2og ræddi við þær Björgu Jónsdóttur og Línu Þórarinsdóttur sem sögðu henni frá ævintýralegum hlutum sem borgin býður uppá í sumar.

Svo fór Vala í sælkeraleiðangur og skoðaði nokkra veitingastaði sem bjóða uppá spennandi sælkerarétti sem má njóta saman á stefnumótum eða í vinahópum.

Byrjaði að vinna á veitingarstað fjórtán ára

Þar ræddi hún við athafnakonuna Bergdísi Örlygsdóttur sem hefur alveg slegið í gegn ásamt manni sínum Bento á nokkrum af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar. En Bergdís kynntist veitinga og athafnamanninum Bento hér á landi fyrir 23 árum og þau urðu ástfangin og þau hafa síðan verið saman og unnið saman meira og minna allan sólarhringinn og búið til ævintýri í veitingageiranum, meðal annars á Apótekinu.

Vala hitti einnig kokkinn unga Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur á veitingastaðnum Fjallkonunni, en hún byrjaði 14 ára að vinna á veitingastað og vissi strax að það starf var hennar ástríða og nú galdrar hún fram ævintýralega rétti sem gaman er að prófa.

Klippa: Ísland í dag - Dásamleg borgarferð í Reykjavík





Fleiri fréttir

Sjá meira


×