Lífið

Fyrstu viðbrögðin við Playstation 5

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brownlee er mjög virtur innan tæknibransans. 
Brownlee er mjög virtur innan tæknibransans. 

Fyrir viku birti Sony útlit nýrrar leikjatölvu, PlayStation 5, sem verður komin á markað síðla þessa árs. 

Útlit tölvunnar var afhjúpað í kynningu sem Sony streymdi í beinni útsendingu þar sem nýir leikir voru kynntir sem gerðir eru sérstaklega fyrir tölvuna.

Tvær útgáfur verða af leikjatölvunni, önnur verður „hefðbundin“ PS5 tölva (e. standard PlayStation 5) og hin verður „stafræn útgáfa af PlayStation 5“ (e. PlayStation 5 Digital Edition) sem mun ekki innihalda diskalesara (e. discreader).

Þá gaf Sony það út að nokkrir hlutir myndu fylgja með PS5 tölvunni, þar á meðal þráðlaus heyrnartól með þrívíddarhljóði, hágæða myndavél svo að leikjaspilarar gætu streymt því þegar þeir væru að spila. Þá myndi fylgja sérstök fjarstýring til að nota með tölvunni og hleðslutæki fyrir fjarstýringarnar.

Beðið er eftir leikjatölvunni með mikilli eftirvæntingu og hefur tæknigagnrýnandinn Marques Brownlee birt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hann fer fyrstu viðbrögð hans við tölvunni. 

Brownlee þykir nokkuð virtur í bransanum og gagnrýnir hann reglulega snjallsíma, tölvur og leikjatölvur á síðu sinni og er hann með yfir ellefu milljónir fylgjenda á YouTube. 

Hann segir að hönnun tölvunnar sé nokkuð spennandi en gagnrýnir Sony fyrir að gefa ekki upp verðið á græjunni. 

Hér að neðan má sjá yfirferð hans um leikjatölvuna Playstation 5. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×