Maðurinn sem gerði astraltertugubbið stígur fram Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 13:23 Ein helsta ráðgáta íslenskrar kvikmyndagerðar hefur nú verið leyst. Símon Jón er maðurinn sem gerði gubbið. „JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
„JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira