Maðurinn sem gerði astraltertugubbið stígur fram Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 13:23 Ein helsta ráðgáta íslenskrar kvikmyndagerðar hefur nú verið leyst. Símon Jón er maðurinn sem gerði gubbið. „JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira