Tónlist

Bein útsending: Hugljúfir tónleikar með Gabríel Ólafs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gabríel er gríðarlega efnilegur píanóleikari.
Gabríel er gríðarlega efnilegur píanóleikari.

Norræna húsið stendur fyrir örtónleika með Gabríel Ólafs tónskáldi og píanóleikara mánudaginn í dag klukkan 16:00 og það í beinni útsendingu.

Á tónleikunum flytur Gabríel verk af nýlegri plötu sinni í sérstakri og persónulegri útsetningu fyrir flautu, hörpu og fiðlu. Gabríel hefði átt að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu en því var aflýst eins og svo mörgu öðru.

Verkin flytja Gabríel, Ragnheiður Ingunn, Kristínu Ýr og Katie Buckley. Blair Alexander gerði myndbandið sem var tekið upp í Norræna húsinu í mars 2020.

Gabríel Ólafs er tvítugt tónskáld og píanóleikari sem byrjaði að semja tónlist þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Eftir að Derek Birkett, umboðsmaður Bjarkar, uppgötvaði hann gaf breska útgáfufyrirtækið One Little Independent út fyrstu plötu tónskáldsins, Absent Minded, í ágúst 2019. 

Á plötunni eru lagrænar útsetningar fyrir píanó og strengjakvartett. Platan hefur þegar fengið meiri en tíu milljón áhorf á streymisveitum. Gabríel hefur leikið um alla Evrópu og tónlist hans hefur hlotið góða dóma meðal annars hjá Complex, KEXP, London in Stereo, BBC Radio og FluxFM. Tónleikarnir sem samanstanda af þremur lögum eru 13. mínútur á lengd.

Klippa: Gabríel Ólafs í Norræna húsinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×