Innlent

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember

Andri Eysteinsson skrifar
Þjóðkirkjan er þó enn stærsta trúfélagið og það með miklum mun.
Þjóðkirkjan er þó enn stærsta trúfélagið og það með miklum mun. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þjóðkirkjan er þó enn langstærsta trú- og lífsskoðunarfélag Íslands með 230.682 meðlimi 1. júní síðastliðinn.

Mest fækkun á tímabilinu 1. Desember til 1. Júní var í Þjóðkirkjunni en hlutfallslega mest fækkun var í Zuism en 140 skráðu sig úr félaginu á tímabilinu sem samsvaraði til 11,2% fækkun.

Mest fjölgaði í hópi Siðmenntar en 225 bættust við og eru nú 3.695 meðlimir skráðir í félagið. Í ásatrúarfélagið gengu 179 og er það enn fimmta stærsta trúar- og lífsskoðunarfélag landsins á eftir Þjóðkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni og Fríkirkjunum í Reykjavík og í Hafnarfirði.

Hlutfallslega var mest fjölgun í skráningu í Stofnun Múslima á Íslandi en 72 bættust við í hópinn á tímabilinu og eru meðlimir því 323, um er að ræða 28,7% fjölgun.

26.653 stóðu utan trúar- og lífsskoðunarfélaga þann 1. Júní síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 630 frá 1. desember síðastliðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×