Sport

„Sjáumst eftir fjóra mánuði þegar hann skiptir um skoðun“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor hefur þénað vel í UFC.
Conor McGregor hefur þénað vel í UFC. vísir/getty

Fyrr í dag tilkynnti Conor McGregor að hann væri hættur að berjast en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann segir að hann sé hættur. Aðdáendur sportsins eru ekki vissir um að hann sé hættur.

Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Írinn segir að hann sé hættur og stuðningsmenn hans og aðdáendur eru ekki vissir um að svo sé. Þeir hafi látið sína ljós í skoðun á Twitter.

Conor hafði ekki barist síðan í mars 2019 er hann afgreiddi Donald Cerrone á 40 sekúndum í janúar á þessu. Nú virðist hins vegar stuttbuxurnar vera komnar upp í hillu.

Fólk á Twitter er því ekki sammála. Einn skrifar að við sjáumst eftir fjóra mánuði því hann skipti um skoðun reglulega. Annar segir að það séu engar líkur á að hann sé hættur. Þetta sé einfaldlega auglýsing.

Brot af tístum um ákvörðun Conor má sjá hér að neðan.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.