Lífið

Jóhann Kristófer seldi glænýja skó fyrir pening í strætó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau verða einfaldlega að redda sér áfram í ferðinni.
Þau verða einfaldlega að redda sér áfram í ferðinni.

Þau Jóhann Kristófer Stefánsson betur þekktur sem, Joey Christ, og Birna María Másdóttir fara af stað með nýjan þátt á Stöð 2 í kvöld sem betur heitið Áttavillt.

Bæði eru þau mikil borgarbörn og hafa lítið ferðast um landið. Í þáttunum ætla þau aftur á móti hringinn í kringum um landið og kynnast því betur.

Þau hafa aftur á móti ekki krónu með í för og þurfa að redda sér með allskyns brögðum.

Hér að neðan má sjá brot úr þáttaröðinni þar sem Jóhann varð að selja Nike skó sína á nytjamarkaði fyrir pening í strætó.

Jóhann fékk aftur á móti aðra skó í staðinn en var ekkert sérstaklega sáttur við viðskiptin eins og sjá má.

Klippa: Jóhann Kristófer seldi glænýja skó fyrir pening í strætó


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.