Lífið

Hrafn og Brynhildur selja risíbúðina við Blönduhlíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafn og Brynhildur kveðja íbúðina með trega.
Hrafn og Brynhildur kveðja íbúðina með trega.

„Ein besta íbúð á Íslandi komin á markaðinn. Það verður gríðarlega erfitt að kveðja þennan stað sem hefur gefið okkur mjög mikið og því mikilvægt að eitthvað ógeðslega nett fólk kaupi hana af okkur,“ segir Hrafn Jónsson texta- og hugmyndasmiður en hann og Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, hafa sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu.

Um er að ræða 72 fermetra fallega risíbúð með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi í hlíðunum. 

Húsið var byggt árið 1949 og er ásett verð 44,9 milljónir. Gólfflötur eignarinnar er um 92 fermetrar þar sem töluvert er undir súð. 

Hér að neðan má sjá myndir af íbúð parsins. 

Húsið stendur við Blönduhlíð.fast­eigna­ljos­myndun.is
Eldhúsið og stofan í samliggjandi björtu rými.fast­eigna­ljos­myndun.is
Smekklegt eldhús.fast­eigna­ljos­myndun.is
Nokkuð rúmgott barnaherbergi.fast­eigna­ljos­myndun.is
Mjög gott hjónaherbergi.fast­eigna­ljos­myndun.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×