Lífið

Hildur Guðna til­nefnd til sjón­varps­verð­launa BAFTA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur hefur verið gríðarlega sigursæl á verðlaunahátíðum um heim allan undanfarið ár. 
Hildur hefur verið gríðarlega sigursæl á verðlaunahátíðum um heim allan undanfarið ár.  GETTY IMAGES / KEVIN WINTER

Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til bresku sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir tónlist hennar í þáttunum Chernobyl en þættirnir fá alls 14 tilnefningar. BBC greinir frá.

Þættirnir Killing Eve fengu einnig fjórtán tilnefningar í fyrra. Þættirnir The Crown fá sjö tilnefningar og Fleabag sex.

Hildur Guðnadóttir hefur unnið til fjölda verðlauna undanfarna mánuði og þar á meðal Óskarsverðlauna, Golden Globe og BAFTA verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum.

Verðlaunahátíðin verður sýnd í sjónvarpi 31. júlí næstkomandi og það á BBC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.