Lífið

Heyrði undurfagra rödd, ýtti á takkann og sá síðan bróður sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt atvik.
Skemmtilegt atvik.

Nokkuð merkilegt atvik átti sér stað í áströlsku útgáfunni af The Voice á dögunum þegar maður að nafni Chris Sebastian mætti og flutti lagið Jealous með Labrinth

Flutningur hans var algjörlega stórkostlegur og sneru dómararnir fljótlega sér við í blindu áheyrnaprufunni.

Einn dómarinn heitir aftur á móti Guy Sebastian sem er stórstjarna í Ástralíu og vann hann meðal annars fyrstu Idol keppnina þar í landi árið 2003. Chris og Guy eru bræður og kom það heldur betur á óvart þegar Guy sá bróðir sinn á sviðinu.

Hér að neðan má sjá atvikið.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.