Lífið

Skvísuferð af dýrari gerðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greinilega mikið fjör hjá þessum í dag. 
Greinilega mikið fjör hjá þessum í dag. 

Í morgun hófst rándýr skvísuferð þar sem þekktustu kvenkyns samfélagsmiðlastjörnur landsins fóru af stað í skemmtiferð.

Hópurinn byrjaði á fjórhjólum í svörtu fjörunni við Þorlákshöfn og fengu þar þjónustu frá Black Beach Tours og því næst var farið í hörku bátsferð á gúmmíbát rétt sunnan við Þorlákshöfn.

Fréttablaðið greinir fyrst frá en um er að ræða áhrifavaldana Sunneva Einars, Birgitta Líf, Kristín Péturs, Hildur Sif Hauks, Magnea Björg og Ástrós Trausta.

Hægt er að fylgjast með konunum vel og vandlega í stories á Instagram og hvernig ferðin er að falla í kramið hjá hópnum. Sunneva Einars kallar sjálf ferðalagið „Skvísu besta ferð ever“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.