Innlent

Ríkis­stjórn fer yfir minnis­blað Þór­ólfs

Atli Ísleifsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Íslands fer nú yfir minnisblað sóttvarnalæknis um hvernig opnun landamæra og skimun mun fara fram á Keflavíkurflugvelli eftir 15. júní.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra á laugardag.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag að drögin væri ítarleg en verkefnastjórn sem vinnur að verkefninu komst að þeirri niðurstöðu að skimun á landamærum Íslands væri gerleg að uppfylltum ákveðnum forsendum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.