Innlent

Sex fermdust í Guðríðarkirkju í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Fermingin er stór stund í lífi margra.
Fermingin er stór stund í lífi margra. Stöð 2/ Egill

Flestum fermingum þessa árs hefur verið frestað til haustsins vegna kórónuveirunnar en eftir að samkomubanni var aflétt hafa nokkur börn haldið upphaflegum áætlunum. Sex börn voru fermd í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag.

Iðulega hefst fermingartímabil kirkjunnar í lok mars og hafa þúsundir unglinga beðið þess að ganga til altaris. Samskiptastjóri Biskupsstofu sagði í samtali við fréttastofu í dag að flestar fermingar munu fara fram í haust en nokkrar eru þó áætlaðar á þessu vori.

Kirkjan fylgi öllum fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis um smitvarnir í helgihaldi sínu. Sr. Leifur Ragnar Jónsson og Sr. Pétur Ragnhildarson stýrðu athöfninni í dag en sóknarprestur Guðríðarkirkju er alþingismaðurinn fyrrverandi Sr. Karl V. Matthíasson.

Hrönn Helgadóttir organisti lék á orgel og kór Guðríðarkirkju söng við athöfnina.

Sex ungmenni fermdust í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag.Vísir/Egill A


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.