Innlent

Aukin hætta á aur­skriðum og grjót­hruni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aukin hætta er á aurskriðum og grjóthruni.
Aukin hætta er á aurskriðum og grjóthruni. facebook/Veðurstofan

Búast má við aukinni hættu á jarðvegsskriðum, aurskriðum og grjóthruni næstu daga á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Búast má við leysingum og afrennsli í hlýindunum næstu daga en því er spáð að hiti geti náð upp í 15-20 stiga hita á næstu dögum.

Talsverður snjór er enn í fjöllunum eftir svalt vor og hafa leysingar því verið hægar og hafa fáar skriðu- og grjóthrunstilkynningar borist Veðurstofu Íslands. „Nú hefur hlý suðlæg átt verið ríkjandi frá því í gær og spáð er áframhaldandi hlýindum fram á laugardag,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þar sem enn er mikill snjór til fjalla og hefur snjórinn víða safnast fyrir á ófrosna jörð en við þannig aðstæður getur jarðvegur mettast hratt þegar leysingar hefjast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×