Innlent

Eldri kona á leið á eftir­laun vann 75 milljónirnar

Atli Ísleifsson skrifar
Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða.
Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm

Það var eldri kona sem er á leið á eftirlaun sem vann 75,5 milljónir króna í EuroJackpot síðastliðinn föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en vinningsmiðann keypti hún í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi. Segir að um hafi verið að ræða margviknamiða sem innihélt þrjár raðir.

Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða.

Afgreiðslumaðurinn hafi þá bent henni á að skoða skjáinn betur og þá hafi hún „hreinlega bæði missti andann og andlitið af gleði og kom varla upp orði fyrr en heim var komið,“ líkt og segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.