Stofna nýtt rekstrarfélag um Reykjalund Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 12:35 Fjallað var mikið um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Vísir/Vilhelm Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira