Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: „Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 11:30 Brynjar og Anna Lísa fluttu hús á Refsstaði en verkefnið er ólokið. Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni
Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira