Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 13:30 Breki og Bogi. Samgöngustofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur sem byggja á evrópskri reglugerð þar sem segir að ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi eigi farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða. Ef marka má Samgöngustofu eiga þeir sem keypt hafa sér flugmiða í flugferðir sem hafa verið látnar niður falla vegna kórónuveirunnar rétt á endurgreiðslu. Þetta þýðir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fór frjálslega með í samtali við fréttastofuna þegar hann sagði að þetta væri mál farþeganna en ekki flugfélagsins. „Við settum upp sérstaka síðu sem útlistar reglurnar samkvæmt evrópskri reglugerð,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í svari við fyrirspurn Vísis. Farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu Á þessari síðu er sérstaklega fjallað um réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins. Þar segir að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndist ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. En: „Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.“ Þessi virðist í fyrstu hins vegar ekki skilningur Boga þá er hann var spurður um þessi sömu réttindi farþega sem komast ekki til Bandaríkjanna, þá vegna ferðabanns sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á Evrópu að Bretlandseyjum undanteknum. Bogi sagði þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“ Svo virðist því sem skilningur Boga stangast þannig á við það sem Samgöngustofa hefur gefið út. (Sjá nánar neðar.) Breki segir þetta misjafnt Vísir ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, af þessu sama tilefni en þangað hefur fyrirspurnum rignt inn. Breki sagði þá þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. Athugasemd frá Icelandair Uppfært 14:20 Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að misskilnings gæti, varðandi svör Boga við spurningum um endurgreiðslurétt farþega. Hún telur ekki rétt að Bogi hafi farið með fleipur eins og sagði í fyrri útgáfu fréttarinnar: „- Ef Icelandair fellir niður flug á farþegi rétt á endurgreiðslu. Það er skýrt og er Bogi ekki að vísa í slík tilfelli. - Það sem hann á við er að ef viðkomandi flug er á áætlun er það á ábyrgð farþegans að hafa tilskilið landvistarleyfi, hvort sem um er að ræða vegabréfsáritun eða í þessu tilfelli að fylgja því komubanni sem er í gildi í Bandaríkjunum. - Hins vegar, þessa dagana, í ljósi aðstæðna erum við að bjóða farþegum sem eiga bókað flug með okkur að breyta flugmiðum sínum án breytingagjalds innan ákveðins tímaramma eða til 31. desember 2020. Þetta geta því farþegar sem eiga bókað til Bandaríkjanna á næstunni nýtt sér.“ Hefur fréttin sem og fyrirsögn verið uppfærð í ljósi þessara útskýringa. Wuhan-veiran Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18 Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ef marka má Samgöngustofu eiga þeir sem keypt hafa sér flugmiða í flugferðir sem hafa verið látnar niður falla vegna kórónuveirunnar rétt á endurgreiðslu. Þetta þýðir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fór frjálslega með í samtali við fréttastofuna þegar hann sagði að þetta væri mál farþeganna en ekki flugfélagsins. „Við settum upp sérstaka síðu sem útlistar reglurnar samkvæmt evrópskri reglugerð,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í svari við fyrirspurn Vísis. Farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu Á þessari síðu er sérstaklega fjallað um réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins. Þar segir að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndist ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. En: „Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.“ Þessi virðist í fyrstu hins vegar ekki skilningur Boga þá er hann var spurður um þessi sömu réttindi farþega sem komast ekki til Bandaríkjanna, þá vegna ferðabanns sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á Evrópu að Bretlandseyjum undanteknum. Bogi sagði þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“ Svo virðist því sem skilningur Boga stangast þannig á við það sem Samgöngustofa hefur gefið út. (Sjá nánar neðar.) Breki segir þetta misjafnt Vísir ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, af þessu sama tilefni en þangað hefur fyrirspurnum rignt inn. Breki sagði þá þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. Athugasemd frá Icelandair Uppfært 14:20 Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að misskilnings gæti, varðandi svör Boga við spurningum um endurgreiðslurétt farþega. Hún telur ekki rétt að Bogi hafi farið með fleipur eins og sagði í fyrri útgáfu fréttarinnar: „- Ef Icelandair fellir niður flug á farþegi rétt á endurgreiðslu. Það er skýrt og er Bogi ekki að vísa í slík tilfelli. - Það sem hann á við er að ef viðkomandi flug er á áætlun er það á ábyrgð farþegans að hafa tilskilið landvistarleyfi, hvort sem um er að ræða vegabréfsáritun eða í þessu tilfelli að fylgja því komubanni sem er í gildi í Bandaríkjunum. - Hins vegar, þessa dagana, í ljósi aðstæðna erum við að bjóða farþegum sem eiga bókað flug með okkur að breyta flugmiðum sínum án breytingagjalds innan ákveðins tímaramma eða til 31. desember 2020. Þetta geta því farþegar sem eiga bókað til Bandaríkjanna á næstunni nýtt sér.“ Hefur fréttin sem og fyrirsögn verið uppfærð í ljósi þessara útskýringa.
Wuhan-veiran Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18 Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18
Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent