Íbúi á Eyri í sóttkví eftir að brotið var gegn heimsóknarbanni Andri Eysteinsson skrifar 17. apríl 2020 15:49 Frá Ísafjarðarbæ þar sem hjúkrunarheimilið Eyri er að finna. Vísir/Egill Heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði hefur þurft að fara í sóttkví eftir að brotið var gegn heimsóknarbanni. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á stöðufundi vegna kórónuveirunnar í Bolungarvík í dag. Gylfi ræddi stöðuna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og kom þar inn á stöðuna á Ísafirði. „Það hefur verið leyft að tala við íbúa á Bergi í gegnum glugga. Það er í sjálfu sér saklaust en við viljum benda á að á meðan heimsóknarbannið er þá er það í sjálfu sér ekki tveggja metra reglan sem er í gildi. Það þarf að fara sérstaklega með gát,“ sagði Gylfi. Forstjórinn benti þá á að oft sé káfað á gluggakörmum og gleri og séu það því miður fletir sem geta fært smit á milli manna. „Hér á Eyri er fólk í sóttkví núna vegna þess að heimsóknarbann var rofið þegar fólk hélt það væri í lagi að nota tveggja metra regluna og hittast aðeins úti,“ sagði Gylfi. Gylfi bætti við að hagsmunir heimilisfólks væru settir í algjöran forgang í aðgerðum stofnunarinnar. Leiðrétting: Í samtali við fréttastofu eftir að fundinum hafði lokið sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að um væri að ræða einn heimilismann. Lagði hann áherslu á að um væri að ræða óviljaverk byggt á misskilningi á heimsóknarbanninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði hefur þurft að fara í sóttkví eftir að brotið var gegn heimsóknarbanni. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á stöðufundi vegna kórónuveirunnar í Bolungarvík í dag. Gylfi ræddi stöðuna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og kom þar inn á stöðuna á Ísafirði. „Það hefur verið leyft að tala við íbúa á Bergi í gegnum glugga. Það er í sjálfu sér saklaust en við viljum benda á að á meðan heimsóknarbannið er þá er það í sjálfu sér ekki tveggja metra reglan sem er í gildi. Það þarf að fara sérstaklega með gát,“ sagði Gylfi. Forstjórinn benti þá á að oft sé káfað á gluggakörmum og gleri og séu það því miður fletir sem geta fært smit á milli manna. „Hér á Eyri er fólk í sóttkví núna vegna þess að heimsóknarbann var rofið þegar fólk hélt það væri í lagi að nota tveggja metra regluna og hittast aðeins úti,“ sagði Gylfi. Gylfi bætti við að hagsmunir heimilisfólks væru settir í algjöran forgang í aðgerðum stofnunarinnar. Leiðrétting: Í samtali við fréttastofu eftir að fundinum hafði lokið sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að um væri að ræða einn heimilismann. Lagði hann áherslu á að um væri að ræða óviljaverk byggt á misskilningi á heimsóknarbanninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira