Innlent

Gular við­varanir á Austur- og Suð­austur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi á Suðuraustur- og Austurlandi í dag.
Gular viðvaranir eru í gildi á Suðuraustur- og Austurlandi í dag.

Veðurstofan spáir suðaustan strekkingi eða allhvössum vindi og snjókoma austantil á landinu, en annars hægari og úrkomulítið víðast hvar.

Gul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi klukkan sex í morgun og er hún í gildi fram á hádegi. Á Austgjörðun er gul viðvörun í gildi frá klukkan átta til fjögur síðdegis, en á Austurlandi að Glettingi frá ellefu til fimm.

Búist er að það lægi og stytti upp suðaustanlands og á Austfjörðum er líður á daginn.

„Norðaustan allhvass vindur eða hvassviðri og éljagangur verður á Vestfjörðum og með norðurströndinni í dag

Dregur úr vindi í nótt og hæglætisveður í öllum landshlutum á morgun og framan af sunnudegi. Bjartviðri sunnantil en stöku él um landið norðanvert og kalt í veðri. Á sunnudagskvöld gengur í stífa sunnanátt er næsta lægð nálgast landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él á Norður- og Austurlandi og allra syðst, en annars þurrt og jafnvel bjart suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.

Á sunnudag: Suðvestan 10-15 og snjókoma norðvestantil, en annars hægari og þurrt að kalla og lengst af bjart austanlands. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu sunnanlands um kvöldið. Talsvert frost en dregur úr því þegar kemur fram á daginn.

Á mánudag: Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða slyddu en síðar rigningu sunnanlands, talsverð úrkoma suðaustanlands. Suðaustan- og síðar austanátt og snjókoma norðantil, en hægari suðlæg átt með skúrum eða slydduél syðra uppúr hádegi. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost fyrir norðan.

Á þriðjudag: Stíf norðaustanátt og snjókoma nyrst, annars mun hægari suðvestlæg átt og él en þó yfirleitt þurrt austanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt með éljum, en þurrt að kalla austanlands. Hiti breytist lítið. 

Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt og stöku él.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.