Ný skilgreining á tveggja metra reglunni tekur gildi á mánudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2020 13:54 Beðið í röð með tvo metra á milli fyrir utan Elko í samkomubanninu í apríl. Vísir/Vilhelm Með nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins verður framkvæmd hinnar svokölluðu tveggja metra reglu breytt nokkuð. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins verður horft til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður svo hægt sé að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til að mynda á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta nokkur sæti sem geri þetta kleift. Auglýsing ráðherra, og þar með þessi breyting á skilgreiningu tveggja metra reglunnar, tekur gildi næstkomandi mánudag en í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til ráðherra segir eftirfarandi um nýja skilgreiningu á tveggja metra reglunni: Hugmyndin er að sett verði regla sem er svipuð og regla er varðar aðgengi fatlaðs fólks að ýmissi þjónustu, þ.e. að gert sé ráð fyrir að einstaklingar, sérstaklega viðkvæmir einstaklingar, þurfi meira pláss eða aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð. Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Í almenningsrýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgengi að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, s.s. greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, skal leitast viðað bjóða einstaklingum að halda 2jametra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda 2ja metra fjarlægð frá öðrum. Undir almenningsrými falla m.a.: Verslanir Allir flokkar veitingastaða Sundlaugar og baðstaðir Líkamsræktarstöðvar Íþróttamannvirki Heilbrigðisstofnanir eftir því sem við á Móttaka stofnana og fyrirtækja Vinnustaðir sem eðli starfseminnar vegna krefjast ekki mikillar nálægðar Almenningssamgöngur Leikhús, bíósalir, tónleikasalir o.þ.h. Húsnæði skóla og annarra mennta-og menningarstofnana Í 1. mgr. felst m.a. að verslanir gæti að því að í biðröðum sé unnt að gæta að umræddri fjarlægð, að vinnurými séu skipulögð þannig að unnt að sé að halda fjarlægð, að veitingastaðir og sambærileg starfsemi geri ráð fyrir að unnt sé að bjóða nokkrum viðskiptavinum að sitja í umræddri fjarlægð frá öðrum. Leikhús og bíósalir bjóði upp á a.m.k. nokkur sæti sem eru í umræddri fjarlægð. Aðrar breytingar sem taka gildi á mánudaginn eru að allt að 200 manns verður heimilt að koma saman í stað 50 eins og nú er. Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði, það er takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Öllum veitingastöðum, þar með töldum börum og skemmtistöðum sem og spilasölum, verður heimilt að hafa opið til klukkan 23 á á kvöldin. Þá er hvatt til þess að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem kostur er og áfram verða gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til. Auglýsing ráðherra er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomubanninu en Svandís kynnti ákvörðun sína um breytingarnar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Með nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins verður framkvæmd hinnar svokölluðu tveggja metra reglu breytt nokkuð. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins verður horft til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður svo hægt sé að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til að mynda á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta nokkur sæti sem geri þetta kleift. Auglýsing ráðherra, og þar með þessi breyting á skilgreiningu tveggja metra reglunnar, tekur gildi næstkomandi mánudag en í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til ráðherra segir eftirfarandi um nýja skilgreiningu á tveggja metra reglunni: Hugmyndin er að sett verði regla sem er svipuð og regla er varðar aðgengi fatlaðs fólks að ýmissi þjónustu, þ.e. að gert sé ráð fyrir að einstaklingar, sérstaklega viðkvæmir einstaklingar, þurfi meira pláss eða aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð. Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Í almenningsrýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgengi að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, s.s. greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, skal leitast viðað bjóða einstaklingum að halda 2jametra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda 2ja metra fjarlægð frá öðrum. Undir almenningsrými falla m.a.: Verslanir Allir flokkar veitingastaða Sundlaugar og baðstaðir Líkamsræktarstöðvar Íþróttamannvirki Heilbrigðisstofnanir eftir því sem við á Móttaka stofnana og fyrirtækja Vinnustaðir sem eðli starfseminnar vegna krefjast ekki mikillar nálægðar Almenningssamgöngur Leikhús, bíósalir, tónleikasalir o.þ.h. Húsnæði skóla og annarra mennta-og menningarstofnana Í 1. mgr. felst m.a. að verslanir gæti að því að í biðröðum sé unnt að gæta að umræddri fjarlægð, að vinnurými séu skipulögð þannig að unnt að sé að halda fjarlægð, að veitingastaðir og sambærileg starfsemi geri ráð fyrir að unnt sé að bjóða nokkrum viðskiptavinum að sitja í umræddri fjarlægð frá öðrum. Leikhús og bíósalir bjóði upp á a.m.k. nokkur sæti sem eru í umræddri fjarlægð. Aðrar breytingar sem taka gildi á mánudaginn eru að allt að 200 manns verður heimilt að koma saman í stað 50 eins og nú er. Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði, það er takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Öllum veitingastöðum, þar með töldum börum og skemmtistöðum sem og spilasölum, verður heimilt að hafa opið til klukkan 23 á á kvöldin. Þá er hvatt til þess að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem kostur er og áfram verða gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til. Auglýsing ráðherra er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomubanninu en Svandís kynnti ákvörðun sína um breytingarnar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira