Innlent

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bráðamóttakan í Fossvogi.
Bráðamóttakan í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Heimsóknarbann verður á bráðamóttökunni í Fossvogi í óákveðinn tíma vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir. Gestir fá ekki að heimsækja sjúklinga nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans.

Þar segir að erfitt sé að stjórna fjölda sjúklinga sem leiti á bráðamóttöku hverju sinni. Börn yngri en 18 ára megi þó hafa með sér einn forráðamann. Bent er á að hafa samband við starfsfólk spítalans ef óskað er eftir sérstökum undanþágum.

Starfsfólk bráðamóttöku hvetur aðstandendur til að nýta sér tæknina og nota símtöl/myndsímtöl til samskipta við sjúklinga sem hjá okkur dvelja. Einnig er velkomið að hringja á deildina í síma 543 2000 og fá upplýsingar um sjúklinga.

Gæta þarf að því að sjúklingur skilgreini sjálfur hver er hans nánasti aðstandandi, við hvern starfsmenn mega hafa samband og hvaða upplýsingar viðkomandi má fá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.