Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:00 Horft er til miðborgarinnar fyrir opnun neyslurýmis. Málið er þó á byrjunarstigi og húsnæði hefur ekki verið fundið Vísir/vilhelm Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg. Reykjavík Fíkn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg.
Reykjavík Fíkn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira