Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:00 Horft er til miðborgarinnar fyrir opnun neyslurýmis. Málið er þó á byrjunarstigi og húsnæði hefur ekki verið fundið Vísir/vilhelm Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg. Reykjavík Fíkn Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg.
Reykjavík Fíkn Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira