Lífið

Manuela les upp andstyggileg ummæli um sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manuela Ósk Harðardóttir fær stundum yfir sig ljótar athugasemdir á netinu.
Manuela Ósk Harðardóttir fær stundum yfir sig ljótar athugasemdir á netinu. vísir/vilhelm

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir mætti í Brennsluna í morgun og las upp ljót og andstyggilega ummæli sem hún hefur lesið um sig á vefnum.

Manuela hefur í gegnum tíðina verið mikið á milli tannanna á fólki og virðist fólk hafa skoðun á henni.

Hér að neðan má lesa þær athugasemdir sem voru fyrir valinu.

„Þessi kona getur ekki lengur brosað í neinni alvöru vegna mikilla aðskotaefna í andlitinu.“

„Þú mátt ekki hrista þig of mikið þá fara varirnar út að eyrum.“

„Hann hefur greinilega ekki átt nægan pening fyrir golddiggerinn.“

„Þarna sést vel hversu mikið bótox og varasílikon hún er með, hún er ekki einu sinni lík sér lengur. Sorglegt að konur geti ekki verið meira stoltar af sinni náttúrufegurð og líkjast allar kynlífsdúkkum með tottstút á kjaftinum. Úff, plís, konur, hættið.“

„Sá hana í Kolaportinu að selja einhverja leppa á okurverði. Hún leit út eins og eitthvað útblásið fyrirbrigði. Mér dauðbrá og þetta var eins og sena úr myndinni Pink Flamingos.“

Manuela var gestur í Einkalífinu á síðasta ári og fór þar meðal annars yfir það hvernig væri að vera opinber manneskja og mikið rætt og ritað um hana. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.