Hænan Hildur tekin af lífi í Húsdýragarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:32 Hænurnar hans Vífils á öxlum hans. Hildur stendur ofan á höfðinu á Vífli. aðsend Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira