Húsdýragarðurinn fær leyfi til að flytja inn fimm kyrkislöngur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:45 Kyrkislangan sem um ræðir er af tegundinni Python regius. vísir/getty Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið. Dýr Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið.
Dýr Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira