Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:39 Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur ýmsilegt við starfslok sín að athuga. Sorpa Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“ Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent