Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:03 Svana Símonar keypti sér einbýlishús í nóvember og gerði það upp í sínum stíl. Mynd/Svana Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram. Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram.
Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira