Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:00 Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga. Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga.
Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira