Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landssteinanna seinna á árinu.

Sumarið mun einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum að sögn samskiptastjóra þjóðkirkjunnar. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en nú þegar fólk er aftur farið að huga að brúðkaupum virðist það fremur kjósa fámennari athafnir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um álftir sem hafa valdið rafmagnsleysi í Flóahreppi, rask á vatnsbúskapi Tjarnarinnar í Reykjavík og áætlanir um að gera Eyjafjarðarsveit að mataráfangastað á heimsmælikvarða.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×