Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 10:54 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna. Vísir/Vilhelm Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira