Lífið

Skóga­foss og ís­lensk náttúra í aðal­hlut­verki í mynd­bandinu við Vol­ca­no Man

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrit Ericksdottir og Lars Erickssong í myndbandinu, sem leikin eru af Rachel McAdams og Will Ferrell.
Sigrit Ericksdottir og Lars Erickssong í myndbandinu, sem leikin eru af Rachel McAdams og Will Ferrell.

Skógafoss, klettar, hafið og fegurð íslenskrar náttúru eru í aðalhlutverki í myndbandinu við lagið Volcano Man, eða Eldfjallamaðurinn, úr Eurovision-mynd bandaríska leikarans Will Ferrell. Þá spilar hinn ægifagri Valahnúkur á Reykjanesi einnig stórt hlutverk í myndbandinu.

Í myndbandinu, sem frumsýnt var í dag, má sjá prúðbúnar persónur Ferrell og leikkonunnar Rachel McAdams – þau Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir – flytja lagið.

Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.

Að neðan má lesa texta lagsins svo allir geti nú sungið með:

Woke up at night

I heard floating chords

They guided me

To the highland fjords

Above the clouds

On a mountain peak

There he sat

And he began to speak

Volcano Man

He's got my melting heart

Volcanic Protector Man

A timeless hero must love too

Volcano Man

(Volcano Man)

Guarding the land

(Such a man)

Volcanic Protector Man

A timeless hero must love too

And I love you


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×